Jan. 2, 2020

Jólatónleikar

Léttsveit Reykjavíkur heldur tvenna jólatónleika þann 7. des. í Langholtskirkju, kl.14.00 og kl.16.30. Að venju býður Léttsveitin upp á fjölbreytta dagskrá, létt og vel þekkt jólalög í bland við hátíðlegri. Gestasöngvari okkar að þessu sinni verður Helgi Björns.

Stjórnandi er sem fyrr Gísli Magna og hljómsveitarstjórn er í höndum Tómasar Guðna Eggertssonar undirleikara Léttsveitarinnar. Miðaverðið er kr. 3.900 og fer miðasala fram hjá kórkonum en einnig má gjarnan hafa samband í gegnum netfangið lettmidar@gmail.com. Við hlökkum til að sjá ykkur kæru vinir í jólaskapi í Langholtskirkju þann 7. desember.

Oct. 31, 2019

Aðalfundur Léttsveitarinnar

Aðalfundur Léttsveitarinnar var haldinn mánudaginn 23. september 2019.
Fundurinn var hefðbundinn....formaður flutti skýrslu stjórnar, gjaldkeri lagði fram reikninga og sköpuðust fjörugar umræður í kringum það.
Rannveig Þorvaldsdóttir gaf ekki kost á sér aftur í formannsstarfið og var nýr formaður kosinn í hennar stað. Það er Sólrún Ólína Sigurðardóttir úr 2.sóp. Einnig gekk úr sjórn Hrefna Magnúsdóttir og inn kom Katrín Edda Svansdóttir.

Jun. 19, 2019

Vortónleikar Léttsveitarinnar verða að þessu sinni í Háskólabíói þann 9.maí 2019 kl. 20.00. Við lagavalið fer Léttsveitin aftur til áratugarins eftir stríðið milli 1950 og 1960, þegar mikil fjölbreytni var í gangi bæði í tísku og tónlist og út í hinum stóra heimi var verið að semja lög af allt öðrum toga en hér heima. Þetta var áratugurinn þegar SKT danslagakeppnin var vinsæll atburður, Óskalög sjúklinga hóf göngu sína í útvarpi og Kaninn hóf útsendingar. Stjórnandi Léttsveitarinnar er Gísli Magna og um hljómsveitarstjórn og píanóleik sér Tómas Guðni Eggertsson. Hljómsveitina skipa auk hans Þorgrímur Jónsson á bassa, Pétur Valgarð Pétursson á gítar, Scott McLamore á trommur og Matthías Stefánsson á fiðlu. Gestir Léttsveitarinnar verða hin stórskemmtilegu Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnars. Þetta verður sannkölluð stórveisla. Forsala er hafin og verður miðaverð í forsölunni kr. 3.900. Fullt verð þegar forsölu lýkur verður kr. 4.500. Sætin í Háskólabíói eru númeruð svo það þarf enginn að ryðjast en hægt að ná uppáhaldssætunum ef heppnin er með ykkur. Miðasala fer fram hjá kórkonum og einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið lettmidar@gmail.com. Við hlökkum til að sjá ykkur :-)

Jan. 3, 2019

Jólatónleikar Léttsveitarinnar verða í Langholtskirkju laugardaginn 8. desember 2018, kl. 14.00 og 16.30. Gestasöngvari verður Pálmi Gunnarsson.

Miðaverð er kr. 3.500,-. Miðaverð er kr. 3.500,-. Miða má nálgast hjá kórkonum eða senda okkur tölvupóst í netfangið lettmidar@gmail.com

Jan. 3, 2019

Gleðilega jólahátíð

Elsku vinir og velunnarar,

Léttsveitin þakkar af öllu hjarta stuðninginn og hvatninguna til að gera sitt besta. Ennfremur viljum við þakka innilega fyrir komuna á jólatónleikana okkar þann 8. des s.l. Mikið var gaman að sjá alla og mikið skemmtum við okkur vel.

Léttur og Létti fara nú í jólafrí, en mæta kát og glöð til nýrra spennandi verkefna, mánudaginn 7. jan 2019.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Nov. 27, 2018

Jólatónleikar

Við æfum nú af kappi fyrir jólatónleikana sem haldnir verða í Langholtskirkju þann 8. desember kl. 14.00 og kl. 16.30. Tónleikarnir bera yfirskriftina Glitra ljósin og er miðaverð kr. 3.500,-
Kórkonur eru að selja miða en einnig má nálgast miða í gegnum netfangið lettmidar@gmail.com. Við hlökkum til að syngja fyrir ykkur.

Sep. 24, 2018

Aðalfundur Léttsveitarinnar

Aðalfundur Léttsveitarinnar var haldin í nýjum húsakynnum mánudaginn 24. september 2018.
Fundurinn var hefðbundinn....formaður flutti skýrslu stjórnar, gjaldkeri lagði fram reikninga og sköpuðust fjörugar umræður í kringum það.
Úr stjórn gengu þær Ragna Birna Baldvinsdóttir og Margrét Grétarsdóttir og í þeirra stað komu inn Berglind Víðisdóttir og Hildur Pétursdóttir.

Sep. 3, 2018

Nýtt upphaf

Léttsveitin hefur flutt sig um set eftir tæplega 16 ára veru í Fóstbræðrarheimilinu að Langholtsvegi 109.
Ýmsar ástæður voru fyrir þessum flutingum, en húsnæðið hentaði okkur ekki lengur. Við fengum augastað á safnaðarheimili Háteigskirkju og gengum til samninga við safnaðarstjórn s.l sumar. Það er ekki auðvelt að finna húsnæði sem hentar 120 kvenna kór og láta allt passa og eitt af því sem Léttsveitin varð að aðlaga sig að voru nýir æfingadagar og gekk það alveg glimrandi vel fyrir sig.
Við erum himinlifandi ánægðar með nýja staðinn okkar, samstarfsfólkið okkar í Háteigssókn sem eru ljúflingar upp til hópa og vilja allt fyrir okkur gera. Við deilum nú enn á ný æfingahúsnæði með Karlakór Reykjavíkur og hlökkum til samstarfsins.

Umfjöllun um Léttsveitina og viðtal við Lellu okkar.

Umfjöllun um Léttsveitina og viðtal við Lellu okkar.

Share this page