Léttur 2012

Fyrsta kóræfing vorannar átti að vera 10. janúar en var frestað til 17. janúar vegna snjókomu og almennrar ófærðar.

Léttur eru 124 talsins í upphafi vorannar

Fréttatilkynningar 2012

Léttsveitin tók þátt í leiksýningunni Uppnámi á stóra sviði Þjóðleikhússins 3. febrúar og söng þar í atriði Pörupilta og sungu auk þess lagið Fegurðardrottning.

 Sjá videó

 

 

Árshátíð

Árshátíð Léttsveitarinnar var haldin 24. febrúar í Félagsheimili Seltjarnarness. Frábær skemmtiatriði og dansað fram eftir nóttu.


Vortónleikar í Gamla bíói

Vortónleikar Léttsveitarinnar voru haldinir í Gamla bíói 19. maí kl. 14.00 og 17.00. Fjölbreytt lagaval og hljómsveitin undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur skipuðu auk hennar Gunnar Hrafnsson á bassa og Kjartan Guðnason (Diddi) á trommur.

Þetta voru síðustu tónleikar Léttsveitarinnar undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur, en hún hyggst snúa sér að myndlistinni. Tár, tregi og söknuður eftir 17 ára samveru með frábærri konu. Á seinni tónleikunum söng Bergþór Pálsson sérstaklega fyrir Jóhönnu. Skemmtilegir og tregafullir tónleikar.

Efnisskrá tónleikana  

Myndir á visir.is 

Spánn júní 2012

Sungið við messu í Montserrat klausturkirkjunni á Spáni júní 2012

Sungið við messu í Montserrat klausturkirkjunni á Spáni júní 2012

Kórferð til Spánar 9. - 16. júní.

Flogið til Barcelona og síðan keyrt með rútu til Calella sem er lítill bær á Costa Brava strönd Spánar, um 50km norður af Barcelona. Við gistum á Hótel Espanya, sem liggur alveg niður við ströndina. 11. júní sungum við í Montserrat, sem er ein fegursta kirkja og klaustur Spánar. Landslagið þarna er hrikalegt og klaustrið staðsett hátt upp í fjöllunum. Dásamleg stund að syngja í þessu klaustri.

13. júní var setning "kóramótsins" - VI Festival International Ciudad de Calella - sem við vorum mættar á. Við komum allar í okkar fínasta pússi tilbúnar að slá í gegn. Eitthvað var þetta nú skrítið kóramót því meira var um þjóðdansa og rútbílasöng en hefðbundinn kórsöng. Í ljós kom að þetta var árleg bæjarhátíð í Calella og þangað er boðið allskyns hópum hvaðaæva að. En við skemmtum okkur konunglega á þessum skemmtilega "kóramóti". Við heimsóttum safn Salvadores Dali í Figueres 14. júní.

Sungið á kirkjutorginu í Caella á Spáni í júní 2012

Sungið á kirkjutorginu í Caella á Spáni í júní 2012

Hið árlega Dekur og djamm var haldið laugardaginn 3.nóvember í Fóstbræðraheimilinu. Ýmislegt skemmtilegt var á boðstólum og hið rómaða Léttsveitarhlaðborð. Sungið og skemmt sér frameftir degi.


Aðalfundur

Aðalfundur var haldin 25. september. Venjuleg aðalfundarstörf. Úr stjórn gengu þær Erna Hanna Guðjónsdóttir og María Stefánsdóttir. Nýjar inn í stjórn Særún Ármannsdóttir og Ágústa Guðný Atladóttir.

Stjórn Léttsveitarinnar frá hausti 2012
Júlíana R. Einarsdóttir, 1. sópran, formaður 
Kristín Jónsdóttir, 1. sópran, 
Særún Ármannsdóttir 2.sóp gjaldkeri
Ágústa Guðný Atladóttir, 1.sópran 
Sigþóra Sigþórsdóttir, 1. sópran 

Jólatónleikar í Langholtskirkju

Léttsveitin fyrir jólatónleika í Langholtskirkju í desember 2012

Léttsveitin fyrir jólatónleika í Langholtskirkju í desember 2012

Jólatónleikar Léttsveitarinnar sem báru yfirskriftina "Fögnum í dag" voru í Langholtskirkju fimmtudaginn 6. og laugardaginn 8. desember. Hljóðfæraleikarar á tónleikunum ásamt Öllu okkar voru Tómas R. Einarson og Kjartan Guðnason. Einsöngvari var Hulda Björk Garðarsdóttir. Dásamlegir tónleikar, hátíðlegir og skemmtilegir.

Léttsveitin syngur Jól. Lag :Örn Eldjárn. Texti:Brother Grass og Kristján Eldjárn Hjartarson 

Efnisskrá tónleikana

Umfjöllun um tónleikana á Vísi

Léttsveitin skellti sér síðan í bæinn og söng í jólaösinni 15. desember. Kalt og jólalegt.


Langur laugardagur var haldinn í Fóstbræðraheimilinu 10. mars og æft stíft fyrir komandi vortónleika.


Skemmtileg ferð þó ansi væri nú heitt fyrir okkur íslensku kerlingarnar. Við sungum nokkrum sinnum á torgum í Calella flesta dagana. 15. júní borðuðum við allar saman á veitingastað í nágrenni hótelsins og var það svolítið kveðjuhóf fyrir Jóhönnu okkar sem var að kveðja okkur eftir 17 ár, og var bæði grátið og hlegið. 16. júní var svo haldið til Barcelona. Þar fór Tómas R. með okkur á slóðir bókarinnar "Skuggi vindsins" og svo við gátum ráfað um í hitanum og skoðað söfn, kirkjur og bara mannlífið yfirleitt þar til haldið var heim til Íslands. Dásamleg ferð.

Við kynnum....


Fyrsta æfing á haustönn var þriðjudaginn 4.september. Og nýr stjórnandi, Gísli Magna, er mættur til leiks og verður spennandi að syngja með nýjum stjórnanda.


Dekur og djamm


Æfingabúðir voru 16.-18.nóvember í Munaðarnesi. Frábærar æfingabúðir í alla staði með nýjum stjórnanda.


Jólatónleikar í Langholtskirkju

Share this page