Gömlu góðu dagarnir


Lag: Undir Stórasteini eftir Jón Múla Árnason.

Það var eitt sinn agnarlítill skemmtikór
sem elfdist mjög og varð svo stór.
Haustið ´95 og hann hét Léttsveitin
og Jóhanna var stjórnandinn.
Við ferðuðumst til útlanda og líka innanlands
já, ýmsir vildu vera með í þessum kvennafans.
Oft á kvöldin reikar aftur hugurinn
er hittumst við á Ægisgötu og svo seinn´ í Ými,
skemmtilegur tími,
ennþá það ég finn,
minningarnar streyma um huga minn.

Aðalheiður spilaði á hljóðfærið
og græn´og rauða kjóla fengum við.
Við sungum oft í kirkjum og í afmælum,
á tónleikum, svo vinsælum.
Við unnum stundum fyrir kórinn alls kyns nefndarstörf
gjaldkeri eða raddformaður - ef að þess var þörf.
Oft á kvöldin reikar aftur hugurinn
er hittumst við á kóræfingum, það var góður tími,
á Ægisgötu og Ými,
ennþá það ég finn,
minningarnar streyma um huga minn.

Ferðalögin föst eru í huganum
er ferðuðumst í rútunum.
"Bolluvík" og Akureyri, Borgarfjörð
brjálað veður, alhvít jörð.
Flestar fóru í kuldagalla ef að þeim var kalt
en kannski er ein á samfellunni, dansandi út um allt.
Oft á kvöldin reikar aftur hugurinn
er hittumst við á þriðjudögum, það var góður tími,
á Ægisgötu og Ými,
ennþá það ég finn,
minningarnar streyma um huga minn.

GHH(feb. 2002)

 

Share this page