Bragurinn hennar Bimbu/Grundarfjarðarbragur

Sungið við Ship og hoj

(Sjómannslíf draumur hins djarfa manns)

Léttsveitin Léttsveitin
til Grundarfjarðar fór 
Löggunni eiða sór. 
Lokkandi kvennakór 
Léttsveitin Léttsveitin 
heillandi og syngur vel 
Laglegar þær ég ég tel 
löggum varð ekki um sel

Viðlag:
Léttsveitin Léttsveitin 
Lífsglaður kvennaher 
Léttsveitin léttsveitin 
Langbest á Íslandi er 
Lögreglukórinn fór óðar í trans 
Og Léttsveitinni bauð strax upp í dans 
Léttsveitin Léttsveitin 
Lífsglaður kvennaher 
Léttsveitin Léttsveitin 
Langbest á Íslandi er

Þær dönsuðu og skemmtu sér 
hressar sem venja er 
en sálfræðingsorðspor fer 
hnignandi vestur hér 
því súludans súludans 
fóru þær sumar í 
og sungu í karókí 
enginn mun gleyma því

Viðlag : 
Léttsveitin Léttsveitin 
Lífsglaður kvennaher o.s.frv.

Hugrökku hetjurnar vildu nú sjóinn á 
Úr hópnum þá sumum brá 
Hræddust víst úfinn sjá 
Hópurinn hughrausti 
óhræddur fór á stjá 
Í Hólminn þær héldu þá 
Þar Særún við bryggju lá

Viðlag: 
Ship og hoj ship og hoj 
Þær hræðir ei aldan há 
Ship og hoj ship og hoj 
Þær heillast af úfnum sjá 
Þær syngja og hoppa og hlægja svo dátt 
Helst þegar aldan rís ógnandi hátt 
Ship og hoj ship og hoj 
Þær hræðir ei aldan há 
Ship og hoj ship og hoj 
Þær heillast af úfnum sjá

Á haf út þær héldu nú langt út á Breiðafjörð 
Hin hugdjarfa kvennahjörð 
Hetjur á sjó og jörð 
Sælar þær sýndu hvor annarri vinarþel 
Snæddu svo fisk úr skel 
Og skemmtu sér voða vel

Viðlag: 
Ship og hoj ship og hoj 
Þær hræðir ei aldan há o.s.frv.

IP maí 2001

Share this page