Share this page

Hún sinnti húsmóðurverkum
og hokin hún gekk um
þegar hugljómun laust niðrí kollinn eitt kvöld
því yfir pottum og pönnum
og pottorma önnum
hún þráði´að syngja, já syngja
með konum í kór,
með konum í kór
með konum í kór.
Hún þráði að syngja, já syngja,
með konum í kór.

Þá var í Jóhönnu að hringja.
"Hanna má ég með syngja?
Því létta ég þarf mína lund, það veit guð!"
Og Hanna svaraði´að bragði
og áherslu´á lagði:
"Þú skalt sko syngja, já syngja,
bæði sópran og alt,
bæði sópran og alt,
bæði sópran og alt,
Þú skalt sko syngja, já syngja,
bæði sópran og alt".

Nú hún stekkur úr stólnum
og sveiflar létt kjólnum
og húsverkum sinnir af gleði hvern dag.
Því að Léttsveitarkona
hún er bara svona
því hún syngur, já syngur
í Léttsveitarham.
Í Léttsveitarham.
í Léttsveitarham
því hún syngur, já syngur 
í Léttsveitarham.

IMG

                                      Léttsveitarkona.

                     Texti: Ingibjörg M. Gunnlaugsd.

                    Lag: Mollí Malone