Gísli Magna

Gísli Magna

Stjórnandi Léttsveitarinnar frá hausti 2012 er Gísli Magna.

Hann stundaði píanónám sem barn í Tónmenntaskólanum í Reykjavík. Eftir stúdentspróf hóf hann nám í Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Síðar nam hann nám tónmenntakennslu í Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Um tíma nam hann söng við Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi. Árið 2007 hóf hann nám við The Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan með diplómu þremur árum síðar.

Gísli hefur sungið m.a. með Schola cantorum í Reykjavík, kór Langholtskirkju, Kammerkórnum Carminu, sönghópnum Grímu, Reykjavík 5, Bjargræðiskvartettinum, tekið þátt í uppfærslum í Íslensku Óperunni, Borgarleikhúsinu, Broadway/Hótel Ísland , sungið bakraddir í Eurovision auk þess að hafa sungið sem bakraddasöngvari inn á fjöldann af geisladiskum. 

Í seinni tíð hefur hann lagt aukna áherslu á söngkennslu, útsetningar og að semja tónlist, sem meðal annars hefur verið flutt í Danmörku, London, Hollandi, Kanada og í Portúgal. Hann var aðalútsetjari fyrir skemmtiþáttinn AllStars á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2.

Á Íslandi var hann útsetjari fyrir jólatónleikana Frostrósir Klassík. Í Kaupmannahöfn stjórnaði hann um tíma íslenska kórnum Stöku, Kvennakór Kaupmannahafnar og danska kórnum Carmen Curlers. Hann stjórnaði einnig um tíma Íslendingakórnum í London.

Á haustmánuðum 2012 tók hann við sem stjórnandi Léttsveitar Reykjavíkur.

Undirleikari Léttsveitarinnar frá upphafi var Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Hún lauk námi í tónfræðigreinum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundar nú nám í orgelleik. Hún er meðlimur í Bjargræðiskvartettinum og Sönghópnum Reykjavík 5. Alla hefur útsett fjöldann allan af lögum fyrir Léttsveitina og aðra. 

Alla lét af störfum vorið 2017.

Tommi

Tommi

Frá hausti 2018 hefur Tómas Guðni Eggertsson verið undirleikari Léttsveitarinnar og er Léttsveitar fjölskyldan mikið ánægð að hafa fengið hann til samstarfs.

Share this page