Núna ertu okkar, Gísli.
Léttsveitin hún rokkar, Gísli
Ó gefðu okkur tóninn, Gísli
og þú veist við munum aldrei aftur,
við munum aldrei,
aldrei aftur aldrei aftur syngja falskan tón.
Það er þraut að stjórna, konum,
mæta hundrað óskum, vonum.
Þótt allar vilji hlýða honum
og lofa að syngja aldrei aftur
syngja aldrei, aldrei aftur
aldrei aftur syngja falskan tón.
Þegar þú á æfingunum lætur okkur syngja út
hrekkur Gutti litli ævinlega´í kút
því að útrás hundrað kvenna dáldið mikil er.
Er ég blasta! Gísli, ertu viss um þetta hér?
Vöðvaminnið, stundum soldið erfitt reynist mér.
Alla er best við píanóið,
í hléi´ég verð að skreppa´ á klóið.
Æfingin er æði hjá þér!
Þegar þú á æfingunum lætur okkur syngja út
Í burtu hverfur sérhver sorg og sút
því í söngnum finn ég dívuna í sjálfri mér.
Er ég blasta! Gísli, mikið djöfull er ég góð!
Hundrað Léttur, með mér mega syngja þetta ljóð.
IMG í sept 2013