Starfsreglur
Léttsveitar Reykjavíkur

Starfsreglur fyrir Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur 

1. Listræn stjórnun : Efnisval og listræn stjórnun kórsins skal vera í höndum stjórnanda.

2. Skipulag starfs: Stjórnandi og stjórn kórsins skal að hausti leggja fram áætlun um starfsemi vetrarins. 

3. Æfingar : Að jafnaði skulu æfingar haldnar vikulega. Raddæfingar skulu einnig vera haldnar vikulega. Stjórn og stjórnandi ákveða hvenær á starfsárinu skuli halda æfingabúðir og / eða langan æfingadag.

4 .Tónleikahald : Stefnt skal að því að halda tónleika í lok hverrar annar.

5. Búningareglur: Á tónleikum skulu kórfélagar klæðast þeim fatnaði sem stjórnandi og stjón kórsins ákveða hverju sinni.

6. Kórgjöld: Kórgjöld skulu greidd í upphafi starfsárs og eru þau óafturkræf. Rétt til að syngja á tónleikum hafa aðeins þær kórkonur sem gert hafa skil á kórgjöldum annarinnar. Eindagi kórgjalda er fjórum vikum eftir upphaf annar. Stjórnarkonur eru undanþegnir kórgjöldum.

7. Raddformenn : Í upphafi starfsárs skulu kosnir raddformenn sem sjá um að nafnalistar kórfélaga séu réttir og fylgjast með mætingum á æfingar og tónleika. Ef konur mæta ekki á 3 æfingar í röð, án þess að fá leyfi, varðar það brottrekstri úr kórnum. Raddformenn skulu tilkynna stjórn og stjórnanda um slíkar fjarvistir

8. Félaga- og símaskrá : Félaga- og símaskrá skal uppfærð á heimasíðu kórsins í upphafi hverrar annar.

9. Nefndir: Skipa skal í eftirfarandi nefndir í upphafi starfsárs: Fjáröflunarnefnd, ferðanefnd, tónleikanefnd, æfingabúðanefnd, fjölmiðlanefnd, styrkjanefnd, skreytinganefnd, ritnefnd, nótnanefnd, húsnefnd, uppstillinganefnd, raddformenn, skemmtinefnd, sögu-og minjanefnd og plakatnefnd. Fjöldi nefndarmanna skal ráðast af umfangi hverrar nefndar. Nefndir skulu skila skýrslu eftir hvern viðburð þar sem greint er frá verkferli nefndarinnar og ábendingum, góðum og slæmum.

10. Tækifærissöngur. Þegar kórinn tekur að sér söng, ásamt söngstjóra og undirleikara, tekur hann gjald fyrir sem rennur í ferðasjóð. Gjaldið getur verið mishátt. Þegar sungið er í veislum kórkvenna skal viðkomandi greiða lágmarksgjald, sem stjórn kórsins ákveður í upphafi starfsárs. Gjaldið skiptist á milli kórs, sem fær helminginn og stjórnanda og undirleikara sem skipta með sér hinum helmingi gjaldsins. Þegar óskað er eftir söng fyrir aðra er gjaldið hærra. Þegar sungið er í góðgerðarskyni er ekki krafist gjalds. Þegar konur óska eftir söng skulu þær hafa samband við stjórn eða stjórnanda.

11. Fjáröflunartekjur. Fjáröflunartekjur kórsins skulu að öllu jöfnu renna í ferðasjóð. Stjórn ákveður hverju sinni hvort fjáröflun skuli eyrnamerkt og hlutfall eyrnamerkingar. Hætti kórkona samfellt í tvö ár,rennur sú fjárhæð sem henni er eyrnmerkt til kórsins.

12. Boðsmiðar: Stjórn kórsins skal ákveða hverjir fái boðsmiða á tónleika.

13. Skjalavarsla : Stjórn kórsins skal sjá til þess að mikilvægum gögnum, svo sem fundargerðum, styrkumsóknum og bókhaldsgögnum sé haldið til haga.

Reykjavík, september 2011

Share this page